Harmsögur ævi minnar

8.6.07

Í dag er opinber skiladagur á mastersritgerðunum. Ég held að u.þ.b. 13 af 20 hafi skilað í dag og restin er með frest. Við hittumst áðan í hádegismat til að fagna. Það var frekar ljúfsárt verð ég að segja, og frekar mikið antíklæmax að setja niður freyðivínsglasið og fara aftur upp í skóla að læra. Herregud hvað mig langar að klára þetta.