Harmsögur ævi minnar

29.5.07

Djöf... andsk... ég er komin með moðerfokkíng ofnæmi fyrir hljóðfræði. Og þetta er hreinlega ekkert grín, mér varð litið í spegil áðan og húðin á mér er öll rauðflekkótt og upphleypt. Síðast þegar ég fann fyrir svipuðu endaði ég á spítala með stera og andhistamín í æð... svo ekki sé nú minnst á höfuð á stærð við Laugardalshöll. Hin stelpan sem er með mér í labinu er að verða sköllótt. Við ættum náttúrulega að gefa út bók með raunum okkar.

Eeeen yfir í léttara hjal; hérna er myndbrot með Pétri, Páli og Maríu. Þetta er öfgagott lag þótt það sé nú ekki nema brot af því þarna. Og jafnvel þó að lagið væri lélegt væri það samt þess virði að horfa á Maríu skekja sig sem andsetin af djöflinum væri.