Harmsögur ævi minnar

28.5.07

Ég var ekki étin af börkum, ó nei. Hins vegar virðist nágranni minn ekki vera lengur með internettengingu. Það sýgur, en jæja, easy come easy go.
---
Núna hangi ég uppi í skóla að reyna að læra. Það gengur hægt því það er búin að standa yfir mikil smíðavinna í höfðinu á mér í allan dag. Ég sem hélt að timburmenn væru í fríi á hvítasunnunni.
---
Tim tilkynnti mér fyrir nokkrum dögum að Cambridge hefði eignast fyrsta kynskipta hrossið á Englandi. Þótti mér það nokkuð merkilegt, þrátt fyrir að eiga bágt með að skilja af hverju einhver nennti að standa í því að gera kynskiptaaðgerð á hrossi. Föttuðum við skömmu síðar misskilninginn... mare og mayor er nefnilega borið nákvæmlega eins fram af Bretum. Það veldur sjálfsagt sjaldan misskilningi, en gerði það þó í þetta sinn. Gaman að því.