Harmsögur ævi minnar

21.5.07

Völundur sagði mér ógeðslega fyndinn brandara á laugardagskvöldið. Ég get ómögulega munað brandara en hugsaði með mér: "Ha ha ha, þetta er fyndið, ég verð að muna þennan". Ég tuggði því ofan í mig pönsjlænið aftur og aftur og auðvitað man ég núna bara helvítis pönsjlænið en ekki fyrri hlutann. Hvað gerði þessi sveppur aftur? Var hann alltaf úti að skemmta sér eða eitthvað?