Harmsögur ævi minnar

15.5.07

Ég gerði afskaplega fúla uppgötvun í dag. Allar vökunæturnar í labinu til einskis og ég þarf að byrja upp á nýtt. Engum að kenna svosem... nema þessu fúla forriti sem ég hata. Leiðbeinandinn minn sagðist reyndar taka á sig sökina því hann gerði sömu mistökin þegar hann var að sýna mér mælingarnar. En það minnkar svosem ekkert svekkelsið, né breytir þeirri staðreynd að ég þarf að gera þetta allt aftur. Æiiiii :(