Ég át kvöldmat á pöbbnum í gær. Ég og Tom deildum rauðvínsflösku með matnum og fórum svo aftur upp í skóla að læra. Aftur á pöbbinn um tíuleytið, nokkur vínglös, heim og svo beint upp í skóla í morgun. Já, ef maður getur ekki köttað út pöbbinn þá verður maður bara að æfa sig í að læra í glasi og/eða þunnur.
Ég á líka eftir að sakna pöbbamatarins... steak and ale pie, sausages and mash... mmmmm.
Ég er að fara í júróvisjönpartý í kvöld. Það er hálf fúlt samt að Ísland sé ekki með. Og ég sem var búin að kaupa mér ný föt! Alltaf þegar ég er að fríka út uppi í skóla þá skrepp ég í bæinn og kaupi mér eitthvað til að gleðja mig. Works every time. Ég kaupi mér a.m.k. skópar á viku, sem er kannski sjúkt, en hér er geðheilsa mín að veði. Ég er algjörlega að treysta á að kærastinn beili mig út úr þessum magnaða kreditkortareikningi sem ég er að velta á undan mér. En þá verð ég kannski að hætta að pína hann til að segja "ég elska þig" í símann fyrir framan vini sína. Mér finnst það samt ógeðslega fyndið.
<< Home