Bjór og Trivial í gær varð þess valdandi að ég vaknaði heldur seint í morgun. Ég brunaði út í Sainsbury's því ég er matarlaus og auk þess hætt í dítoxi... ég skipti út öllu grænmetinu fyrir Chicago Town örbylgjupizzur og svoleiðis rusl. Svo hjólaði ég í ofboði upp í skóla bara til að fatta að það er e-ð helvítis próf í hljóðfræðilabinu til fimm í dag. Þetta gerði mig bara pirraða og þess vegna gerði ég lista yfir fólkið sem ég hata mest:
- Penelope Cruz
- Avril Lavigne
- Julia Roberts
Hmmm... ég man ekki eftir fleirum en ég er næstum því viss um að ég hata fleiri. Þetta er bara orðið svolítið erfitt fyrir mig því ég er ekki næstum því jafn langrækin og ég var. Bíddu jú, ég hata indverska gaurinn á Subway sem setur alltaf ógeðslega lítið af sósu á bátinn minn.
<< Home