Harmsögur ævi minnar

9.5.07

Ég mætti galvösk í mannlaust labið áðan, skellti á mig heyrnartólum og mældi eins og vindurinn. Og talandi um vind þá er ég búin að vera hálf uppþembd í allan dag og varð því gríðarlega ánægð þegar um fór að losna. Sat hér í mestu makindum með bros á vör og lét vaða alveg hægri vinstri. Það var þá sem ég komst að því að labið var ekkert mannlaust. Ég var eins og áður sagði (og sem betur fer) með heyrnartól og hef því blessunarlega ekki hugmynd um hversu mikil óhljóðin voru.

Svo vil ég mæla með því að fólk smelli á hlekkinn sem Anna Lea setti í komment á færslunni hér fyrir neðan. Nei... seriously... do it.