Harmsögur ævi minnar

17.5.07

Ég er búin að mæla og mæla og mæla. Það gekk vel í upphafi því ég var náttúrulega í einhverju adrenalínbrjálæði út af klúðrinu og alveg að kúka í buxurnar af stressi. Núna finnst mér hins vegar allur vindur úr mér og farið að hægjast á. Kannski þarf ég bara að fara í rúmið... nei gengur ekki, get ekki sofnað því ég hef alltaf svo miklar áhyggjur þegar ég er komin upp í rúm. Helst myndi ég vilja horfa á skemmtilega mynd eða fara á pöbbinn. En það bíður betri tíma.

Og svo er ég að verða feitabolla því ég hef ekki tíma til að versla mat, tjah hvað þá að fara heim og elda hann. Hér er því samloka og snickers stöðugt á matseðlinum. Það er ótrúlega spennandi til lengdar.

Annars ætla ég nú ekkert að vera að væla. Eða jú, það mætti reyndar hætta að fjandans rigna í þessu landi alltaf hreint.