Harmsögur ævi minnar

19.5.07

Ég tók mér frí í gærkvöldi og þar sem ég sat við skrifborðið inni í herberginu mínu og horfði út í loftið, rak ég augun í bolla, hálffullan af grútmygluðu kaffi. Þá fór ég að spá í hvenær í ósköpunum ég hefði síðast drukkið kaffi inni í herbergi hjá mér. Ég er ekkert búin að vera heima þannig að það er a.m.k. vika, ef ekki tvær. Það er þokkalega subbulegt. Svosem ekkert stórmál, ég hellti nú bara myglunni og vaskaði upp bollann.
---
Baugarnir eru í algjöru hámarki og er ég nú farin að líta út eins og Alice Cooper eftir gott fyllerí. Það er að sjálfsögðu draumur hverrar ungrar stúlku.
---
Það er flutt ný stelpa inn í húsið. Hún er tjalli og er algjör snillingur... er alltaf að fara á reif í skærbleikum brjóstahaldara og alþakin gaddakeðjum.