Harmsögur ævi minnar

20.5.07

Það er einn kvenkyns hljóðfræðiprófessor í deildinni minni og er sú kona frekar hvöss og ákveðin. Í dag heyrði ég tvær sögur um hana. Hún á í fyrsta lagi að hafa drepið svín með berum höndum og rifið úr því barkann. Í öðru lagi segir sagan að hún hafi brotist inn á sjúkrahús hér í bæ og skorið barkann úr líki heimilislauss manns.

Það er ponku áhyggjuefni að ég trúi þessum sögum alveg. Og þessi kona verður væntanlega prófdómari í vörninni minni. Gúlp.

(Annars finnst mér þetta algjör óþarfi hjá henni... hér er nefnilega til þessi fíni plastbarki!)