Harmsögur ævi minnar

23.5.07

Haldiði að það sé ekki bara að borga sig að hafa unnið í banka? Ég er alveg öfgafljót að slá inn tölurnar í línuritin sem ég er að gera. Það er svo aftur annað mál að ég er ekkert klár í excel og nú sit ég bara uppi með fullt af súlum og tölum og veit eiginlega ekkert hvað ég er að horfa á. Ætli ég þurfi ekki að rýna aðeins betur í þetta.

Ég fór líka á fyllerí á mánudaginn með TimTom. Endaði á því að gista hjá Tom því hann vildi ekki leyfa mér að hjóla heim á esinu. Nema hvað að ég hringdi í kærastann minn og spurði hvort hann hefði eitthvað á móti á því að ég lægi allsber uppi í rúmi með öðrum karlmanni. Eða svo segir kærastinn... ég man ekki einu sinni eftir því að hafa hringt í hann. Hann sagði líka að ég hefði ætlað að segja honum eitthvað ægilega mikilvægt, en viljað geyma það. Guð má vita hvað það var, vonandi er ég ekki ólétt... eða jafnvel örvhent! Ég er alveg á því að það eigi að vera áfengismælir í símum. A.m.k. í mínum símum.




P.s. Það skal tekið fram að ég var hvorki allsber né sváfum við Tom í sama rúmi.