Harmsögur ævi minnar

29.5.07

Húsið mitt lekur! Það lekur úr sturtunni niður í eldhús... í gegnum eldhúsljósið. Það getur ekki verið gott mál. Ó kræst hvað ég hlakka til að búa í einhverju sem er ekki greni og þurfa ekki að leigja með öðru fólki. Eins og stendur er greinilega óopinber keppni í gangi um hversu hátt er hægt að raða ofan á ruslafötuna áður en skipt er um poka. Ég neita að skipta um poka enda er ég alltaf að fara út með ruslið. Svo virðist sem reglurnar séu þær sömu og í Simpsons: ef það dettur ekki, þá má það vera. Nú er komið fjall upp úr ruslinu og þar af leiðandi ómögulegt að loka pokanum. Pakk.