Harmsögur ævi minnar

4.6.07

Grrrreat. Ég lufsaðist á bókasafnið í dag að ná í eitthvað drasl sem mig vantaði fyrir ritgerðina. Kom heim með þvílíkan doðrant sem heitir því hressa nafni Proceedings of the Seventh International Congress of Phonetic Sciences Montreal 1971. Ég var eitthvað að glugga í þennan risa áðan og mundi þá ómögulega hvaða grein mig vantaði... eða af hverju ég var að ná í þetta á annað borð. Hví hví? Af hverju var ég með þetta skrifað niður? Ég tók líka aðra bók þar sem ég er alltaf að reyna að lesa drasl eftir einhvern dúdda sem var hrifinn af aðblæstri. En hann skrifar bara allt á frönsku, mér til mikillar gremju. Jeminn, ég held að ég ætti að fara í rúmið.