Harmsögur ævi minnar

4.6.07

Mig dreymdi í nótt að ég ætti afmæli og var hundfúl þegar ég vaknaði í morgun yfir því að enginn væri búinn að hringja eða senda sms. Svo áttaði ég mig á því að ég á ekkert afmæli. Og það er langt í það meira að segja. Ætli þetta sé byrjunin á einhverju ó-mæ-god-er-að-verða-þrítug!!!-dæmi?
---
Nágranninn minn virðist vera farinn að borga fyrir internetið aftur. Það finnst mér mjög ánægjulegt... ég var eiginlega að verða leið á Spider Solitaire. Og þá sérstaklega með fjórum sortum sem ég FÆ EKKI TIL AÐ BÉVÍTANS GANGA UPP!!!
---
Í dag vantar mig:
Sparikjól
Bikiní
Bleikan mattan varalit - ég dröslaði Tom með mér í Boots í gær þar sem ég prófaði trilljón varaliti en enginn var nákvæmlega eins og ég vildi. Má ekki vera of bleikur og ekki með appelsínugulum blæ heldur svona ljósbleikur. Vandamálið við svoleiðis lit er að ef hann er aðeins of ljós þá lítur maður út eins og ekkert súrefni komist í hausinn á manni. Já það er erfitt að vera til.
---
Kærastinn minn er að fara á sjóinn í dag. Mér finnst það gasalega fínt. Ég vona bara að hann detti ekki úr bátnum eða gubbi eða eitthvað. Og ég vona að þeir séu ekki með tunnu um borð... það veit hver maður að það býður nú bara upp á alls konar smitsjúkdóma.