Harmsögur ævi minnar

3.6.07

Ég nennti ekki að læra svo ég hjólaði upp í skóla til að fara á netið. Nema hvað að þegar ég var að hjóla inn í garðinn sem ég fer venjulega í gegnum mætti ég heilum hóp af kúm. Og þær voru akkúrat eitthvað að vafra á hjólastígnum. Ég fetaði mig ofurvarlega í gegnum hópinn og var næstum sloppin þegar ein þeirra sló mig með halanum... og það beint í fésið. Það var aldeilis dónaskapurinn, ég átti nú bara ekki til orð. Og nú er ég með beljuhalahár og flugur fastar í varaglossinum. Það sem á mann er lagt.