Það kom pípari til okkar í morgun til að laga baðherbergið. Eftir að ég vaknaði komst ég ekkert á klósettið, hvorki til að létta á mér, tannbursta mig né fara í sturtu. Þegar ég var alveg að kúka í buxurnar dreif ég mig bara niður í bæ og fór á almenningsklósett sem var mjög kósí. Ég notaði tækifærið og keypti fullt af drasli sem mig vantaði (tjah, eða langaði í) og var nokkuð sátt við afraksturinn þrátt fyrir að vera mörgum tugum punda fátækari. Það sem var þó merkilegast við bæjarferðina var að ég var sokkalaus þegar ég kom heim og skil ég ekkert hvernig stendur á því.
Svo vantar mig sárlega læristrauma þannig af ef þið nennið sendið mér smá.
Og meeeen mig vantar að komast í klippingu!
<< Home