Harmsögur ævi minnar

9.6.07

Oj það er eitthvað svo vanskapað að vera uppi í skóla á laugardagskvöldi. Þó að ég geti nú svosem ekki kvartað, ég er búin að fara á pöbbinn síðustu þrjú kvöld. En nú er mál að linni.


Ég vaknaði hálfþunn og sveitt (já hér er sko orðið megaheitt alla daga), alveg að kafna úr minni eigin reykingafýlu sem og skyndibitaleifalykt eftir borgarann sem ég tók með mér heim. Henti mér í slopp og í sturtu, en neibb, engin sturta á veggnum. Það er nú samt aðeins betra heldur en þegar það var ekkert klósett. Af tvennu illu finnst mér nú skárra að geta ekki baðað mig heldur en að þurfa að hjóla niður í bæ til að kúka. Nú er ég með fjórfalt svitalyktareyðislag undir höndunum. Og píparinn kemur væntanlega ekki aftur fyrr en á mánudag þannig að þetta er æsispennandi. Það verður komin einhver skemmtileg flóra á húðina á mér. Mosi, og jafnvel kóralrif ef ég er heppin.


Ég sá æðislega furðulegt dýr áðan sem ég tók mynd af með símanum, en ég kann ekki að færa myndina úr símanum eitthvað annað. Þetta var hálfpartinn eins og fiðrildi, grænt og bleikt með flauelsáferð, eða rosalega fíngerðum fjöðrum. Mig grunar jafnvel að þetta hafi verið pínkulítið geimskip.


Og svona til gamans læt ég fylgja með mynd af mér í labinu. Samt er ég ekkert í labinu þessa dagana. En ég eyddi nú dagóðum tíma þar fyrir nokkru.