Harmsögur ævi minnar

15.7.07

Líf án samviskubits er að venjast alveg ágætlega. Ég þarf reyndar að fara að henda saman ferilsskrá og sækja um störf og svoleiðis en það má alveg bíða í nokkra daga.

Við fórum nokkur úr skólanum (þær fáu hræður sem eru eftir) í garðpartý hjá Clare College í gær. Það endaði í Tapas, partýi hjá Tom og svo dansi langt fram eftir nóttu. Ég var með stærsta blóm í heimi í hausnum (það var stærra en hausinn á mér, og þó er hausinn á mér nú engin smásmíði!) og bindi yfir hettupeysuna mína... guð má vita af hverju. Það gerist alltaf eitthvað undarlegt heima hjá Tom. Síðast var ég að dandalast í garðinum hans í alltof stórum frottéslopp þegar risastór brauðhnífur datt úr vasanum á mér.

Annars er pabbi að koma á morgun... best að koma sér í leiðsögumannagír.