Harmsögur ævi minnar

24.8.07

Úúújeee... hver stendur í flutningum enn eina helvítis ferðina? ÉG!!! Við erum semsagt að ferja draslið mitt frá mömmu og yfir á stúdentagarða (...já aftur) þar sem hjásvæfan er víst að fara í skóla í haust. Eða svo segir hann. Ég er núna að bera vaselín á pappaskurðina sem ég náði mér í við kassaopnanir í dag. Og hvaðan kemur allt þetta drasl sem ég á? Tjah, maður spyr sig. Og þetta passar engan veginn inn í 35 fermetra, herregud!