Harmsögur ævi minnar

20.8.07

Það var yndislegt í sveitinni. Ég mæli með risatrambólíninu í Húsafelli. Það er langt síðan ég hef fundið fyrir jafn taumlausri gleði og þegar ég sveif um loftin blá eftir sundferðina.

Loksins komst ég á netið í minni tölvu og fannst því tilvalið að henda inn myndum frá útskriftinni. Það var svo gaman að ég er næstum því sorgmædd yfir því að ég eigi (sennilega) aldrei eftir að útskrifast aftur.