Harmsögur ævi minnar

16.8.07

Ég og ástmögurinn ætlum að hendast upp í Borgarfjörð í bústað í kvöld. Með í för er rauðvín, bjór, gin, fullt af grillmat, tvö badmintonsett, háfur, plastfótbolti, pictionary og viðarvörn. Allir eru hjartanlega velkomnir... nóg af dýnum og fullt af plássi. Þykist ég þó vita að fólk kjósi heldur sollinn í höfuðborg dauðans. En endilega bara bjalla í Deezu sína ef áhugi er fyrir hendi.

Góða helgi!