Ég lenti í rifrildi við kærastann í gær af því að hann sagðist ekki vilja ættleiða barn frá Kína*. Mér fannst það alveg út í hött að hægt væri að gera upp á milli munaðarleysingja... þetta væru allt saklaus börn sama hvaðan þau kæmu. Í morgun rann það svo upp fyrir mér að ég er sjálf haldin miklum Kínverjafordómum og þoli fáar þjóðir jafn illa (nema Frakka auðvitað).
Annað sem fríkar mig út er fólk með mikið tannhold. En þegar ég brosti framan í mig í speglinum í morgun tók ég eftir því að það glampaði nú bara í ágætis góm hjá sjálfri mér.
Hefði ég kannski frekar átt að flytja inn í glerkastala en á stúdentagarða?
*Það skal tekið fram fyrir áhyggjufulla að við erum ekki að fara að ættleiða/eignast barn.
<< Home