Ég skutlaðist með Glókolli austur fyrir fjall í gær. Hann þurfti að koma blæjubílnum sínum í geymslu því hann er að mygla og fá sveppasýkingar í allri þessari rigningu. Þ.e.a.s. bíllinn, ekki Glókollur. Og þó... maður veit aldrei.
Á leiðinni austur var svo tussubrjálað veður að ég hef bara sjaldan lent í öðru eins. Rigning, rok, þoka og alls konar. Ég var eins og gamalt hró við stýrið, sá náttúrulega ekki rassgat og var límd við framrúðuna. En til sárabóta sá ég dýrið þarna úr Neverending story á himninum - hvíta fljúgandi hundbangsann þarna. Eða ég held að þetta hafi verið hann.
Heyrðu, og meira selebb-spotting. Sjæse sko, ekki nóg með að maður sé best friends með Rob Schneider heldur svínaði Friðrik Þór Friðriksson á mig um daginn! Ég sver það.
<< Home