Ég hélt afmæli nr. 2 í dag sem var huggulegt kaffiboð fyrir eldri fjölskyldumeðlimi... talsvert snyrtilegra heldur en sukkveislan um síðust helgi skal ég segja ykkur. Ég er orðin svo þrautþjálfuð í að elda, baka og þrífa að ég held barasta að ég ætti að opna hótel.
Ég er reyndar leið yfir því að afmælispartýið sé búið því það var svooo gaman. Ef ég gæti myndi ég spóla til baka og upplifa það aftur og aftur og aftur.
Núna er búið að ganga frá og ég sit í rólegheitunum með hjásvæfunni og sötra rauðvín. Maður er orðinn svo gamall og settlegur sko. Ég er meira að segja komin með gamalmennameiðsl, já já, alveg að drepast í nára og mjöðm. Ætli þetta sé ekki bara gigt. Kannski maður geti þá farið að spá til um veðrið. Andskotans helvítis rugl... er þetta bara búið? Báðir fætur komnir í gröfina? Úff, meira rauðvín maður...
<< Home