Harmsögur ævi minnar

15.10.07

Fékk þá spurningu (skiljanlega kannski) í kommentum hvort ég væri nokkuð ólétt fyrst ég er hætt að reykja. Nei, ástandið er nú ekki svo hörmulegt sem betur fer. Þessi umræða hefur reyndar komið upp hjá mér og ástmanninum því við myndum fá stærri íbúð á stúdentagörðum ef ég myndi unga út krakka. Reyndar stakk ég upp á því að ég myndi bara eignast orminn með öðrum kalli og þá fengjum við alltaf frí aðra hverja helgi. Við sjáum hvað setur.

En nei, reykleysið var bara eitthvað stundarbrjálæði og ég verð að viðurkenna að ég er búin að missa sjónar á því hvað var svona hörmulegt við það að reykja. En er nú samt ennþá reyklaus... ennþá.

Annars hitti ég Rob Schneider á djamminu á föstudaginn. Hann er sko miklu minni en ég. Ég setti hann í vasann og fór með hann á Ölstofuna.