Harmsögur ævi minnar

10.10.07

Ég var að spá í að skella mér á Hamskiptin og út að borða á eftir en þetta reyklausa líf er að sjúga úr mér alla lífsgleði. Er annars nokkuð gaman að gera skemmtilega hluti ef maður getur ekki reykt á eftir? Hvað segið þið um það reykleysingjar? Eða kannski frekar þið sem hafið hætt að reykja... ef ég þekki einhverja svoleiðis. Díses, hvað er annars svona slæmt við það að reykja?