Já og það skal tekið fram að ég mæli ekki sérlega með því að fólk borði ís, popp og ritzkex með rækjusalati uppi í rúmi nema ætlunin sé að skipta um á sænginni fljótlega.
Sem minnir mig á það að allt er að fyllast af óhreinum þvotti heima, vaskurinn er að fyllast af leirtaui og það er bara allt á hraðri leið til helvítis.
Hvað gerir fólk þar sem fleiri en tveir eru í heimili spyr ég? Ég er alvarlega að spá í að fá mér au-pair.
<< Home