Harmsögur ævi minnar

5.11.07

Afskaplega er ég sybbin maður! Helgin var frábær... bjórsötr og spjall á föstudaginn og leikhús og partý á laugardaginn. Þetta hafði það reyndar í för með sér að ég svaf helst til lengi á sunnudaginn og gat því ómögulega komið mér í rúmið um kvöldið. Við kærustuparið eyddum því nóttinni í að glápa á 2. seríu af Dexter sem var mjög gaman en ég var aaaalveg eins og draugur þegar ég þurfti að druslast á lappir í morgun. Þetta er náttúrulega fötlun að geta ekki drullast í bólið á kvöldin.