Úúú ég var alveg búin að gleyma að ég ætlaði að taka ljóðlistina fastari tökum. Ég held svei mér þá að ég hafi ekkert ort síðan Óður til Glókolls birtist hér á síðunni.
En jæja, það er ekki eftir neinu að bíða. Hér er fyrsta ljóðið í seríu betrunarljóða sem eiga að hjálpa fólki að sjá villur síns vegar og taka fyrstu óstyrku skrefin í átt að því að verða betri manneskjur. Fyrsta ljóðið heitir Það á að gefa stefnuljós:
Hey þú sem ekki gafst stefnuljós
þú ert frekjudós
ef þú ekki passar þig
gefur Sindri þér fransós
<< Home