Ó mig auma! Svo sannarlega er ég þreytt (hönd borin dömulega upp að enni). Flutningar í vinnunni og flutningar hjá móður minni. Hver einasti vöðvi er í mauki og bakið búið. Það eina sem hægt er að gera á slíku laugardagskvöldi er að fara í náttfötin, hella sér rauðvíni í glas og spila Super Mario í Nintendo tölvunni sem ég var svo heppin að finna í drasli systkina minna.
<< Home