Ég væri til í að eiga nokkur vel valin orð við manneskjuna sem fann upp piparmintuhúðaðan tannþráð. Og líka alla tannþráðaframleiðendur sem hafa apað upp þessa endemis vitleysu. Ég á ekki til orð yfir því hvað þetta er hálfvitalegt og viðbjóðslegt og að auki tapa ég stórfé á því að þurfa alltaf að henda fullum tannþráðaboxum.
Er ómögulegt að flýja frá þessu helvíti? Er einhvers staðar til fríríki fyrir fólk eins og mig sem þolir ekki piparmintu? Ef svo er ekki, er þá til of mikils mælst að ég njóti friðhelgi á mínu eigin heimili?
<< Home