Harmsögur ævi minnar

7.1.08

Haldiði að maður sé bara ekki búinn að vera lasinn og ég veit ekki hvað og hvað! Allir á lífi þó og allt að skríða saman.

Reykleysið gengur vel á heimilinu og bara merkilega lítill pirringur í gangi. Upp hafa komið tillögur um að hafa þennan janúar áfengislausan mánuð þar sem viljastyrkurinn virðist helst bíða ósigur þegar ískaldur öl er kominn í hönd. Því er kannski réttast að sleppa slíku svona rétt yfir erfiðasta tímann. Mig langar svosem ekkert voðalega í sígarettu dags daglega. Hins vegar á ég mjög erfitt með að ímynda mér það að fá mér í glas og geta ekki reykt og er skíthrædd við að ég eigi eftir að freistast. Mér finnst eiginlega alveg hörmuleg tilhugsunin um það að reykja aldrei framar... eeeen við sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Ég get bara ekki með nokkru móti eytt svona miklum aur í þetta kjaftæði lengur. Og á meðan verður Bakkus bara að vera í pásu.