Það er svo hryllilega fínt heima hjá mér núna að ég get ekki beðið eftir því að koma heim á daginn. Ég og hjásvæfan tókum allt í gegn í vikunni; rusluðum út úr geymslunni og keyptum nýjar hirslur. Þegar maður býr í ör-íbúð þarf maður að vera mjög vel vakandi svo allt fyllist ekki af drullu og skít. Nú búum við í tandurhreinum IKEA-bás. Og hjásvæfan stóð sig eins og hetja að vanda. Hann er eiginlega alveg fullkominn fyrir utan tvennt; hann er nánast ekki með neina efrivör og svo er hann með fáránlega litlar hendur. Svo litlar að ég þarf stundum að taka upp hluti fyrir hann sem hann nær ekki taki á og það var nú soldið til trafala í tiltektinni verð ég að segja. En þetta með efrivörina má nú sjálfsagt laga.
1.2.08
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Hvaða helvítis pjölluloð er nýi kærastinn hennar B...
- Ég var að láta mér detta í hug að henda nokkrum my...
- Ég tók risaskref í vikunni og skráði mig í símaskr...
- Fyndið að hlusta á vælið í nýja minnihlutanum í Re...
- Oooo, var að sjá auglýsingu fyrir Bachelor. Það er...
- Ef ég finn augnhár, blæs á afmæliskerti, sé stjörn...
- Ó meeeen, mig langar í þetta.
- Jæja... nýja árið byrjaði ægilega heilsusamlega en...
- Þar sem ég bý á 35 fermetrum háir það mér svolítið...
- Haldiði að maður sé bara ekki búinn að vera lasinn...

<< Home