Harmsögur ævi minnar

24.1.08

Ég var að láta mér detta í hug að henda nokkrum myndum inn á bloggið. Af því að mér finnst gaman að skoða myndir hjá vinum mínum (og öðru fólki reyndar líka). Skýtur þá ekki helvítis vænisýkin upp kollinum. Það geta allir skoðað þetta, jedúddamía að setja inn myndir af mér og mínum hérna inn... það er náttúrulega óðs manns æði! En spurningin er þessi: Á ég að þurfa að sleppa því að setja inn myndir, bara af því að ég sjálf er geðsjúkur stalker sem er alltaf að skoða eitthvað sem mér kemur ekki við? Nei segi ég! Maður lætur nú ekki einhverja sikkópatta úti í bæ stjórna lífi sínu. Hvað þá þegar sikkópattinn er maður sjálfur.

Skráning í símaskrá virðist bara ekki hafa haft nein slæm áhrif á líf mitt, og enn sem komið er hafa engir morðingjar eða nauðgarar hringt. Reyndar hefur enginn hringt nema pabbi og Gallup-maðurinn þannig að ég hefði getað sparað mér eitt magasár þarna.