Ég tók risaskref í vikunni og skráði mig í símaskrána. Jább, bæði heimasímann og gemsann, hvorki meira né minna. Stundum líður mér ágætlega yfir því en stundum gæti ég nagað neglurnar niður að kjúkum af stressi yfir því að einhver geti flett mér upp sisvona á já.is. Það er ekki eðlilegt að vera svona nojaður... það mætti halda að ég væri gagnnjósnari fyrir KGB. Nei og nei, ég ákvað að horfast í augu við óttann og skrá mig. Næsta skref er að svara í símann jafnvel þó ég þekki ekki númerið (nú heyri ég fólk taka andköf yfir hugrekkinu).
E.s. Just because you're paranoid don't mean they're not after you.
E.e.s. Noh, fékk mitt fyrsta Gallup-símtal áðan... ég hefði kannski átt að láta setja rauðan kross?
<< Home