Harmsögur ævi minnar

20.2.08

Undur og stórmerki gerðust í gær þegar ég og hjásvæfan lufsuðumst loksins í skvass, u.þ.b. 6 mánuðum á eftir áætlun. Það var kreisí gaman en ég var reyndar komin með verk í vinstri handlegg, blóðbragð í munninn og sjóntruflanir eftir svona tíu mínútur. Ég var svo algerlega búin á því að ég hélt ég væri að drepast. Þess vegna tapaði ég, en BARA út af því. Djöfull á ég eftir að taka hann í bakaríið þegar ég verð komin í aðeins betra form.
-----
Svo vil ég kvarta yfir því að það sé búið skipta Dr. Phil út fyrir kellingarlufsuna Rachael Ray. Rachael Ray er jafn hressandi og þynnkuskita í langri bílferð. Hún er einmitt í sjónvarpinu núna og ég hallast helst að því að gellan sé ekki alveg beittasti hnífurinn í skúffunni eða þá að það sé hreinlega eitthvað að henni. Dr. Phil á hinn bóginn bætir, hressir og kætir. Ég vil fá undirskriftalista strax. Dr. Phil heim!