Harmsögur ævi minnar

18.2.08

Það er allt í einu orðið hlýtt sem er gaman. Mig langar í útilegu og grill. Fyndnast verður samt þegar veðrið sparkar í punginn á manni í næstu viku með einhverjum viðbjóði. Þannig starfar þessi skratti... gerir manni upp vonir og drullar svo yfir mann með rigningu, slabbi og ömurleika. Ég ætla klárlega að kaupa mér tequila-bar í Mexíkó von bráðar. Ég er ekki gerð fyrir svona sudda og brauðstrit.

Annars er nóg hjá mér að gera þessa dagana við að bölva ástmanninum fyrir að vera í skóla sem gerir það að verkum að ég get ekki hangið í maníkjúr og hádegisverðum á Grillinu með snobbuðu vinkonunum mínum (sem ég myndi eiga ef ég ætti skítnóg af peningum).

Á milli þess sem ég bölva honum fyrir það, bölva ég sjálfri mér fyrir að hafa ekki farið í raunvísindi. Það var nú heimskulegt maður. Ef ég eignast börn þá fara þau öll í verkfræði. Þau eiga eftir að þakka mér seinna.