Harmsögur ævi minnar

11.2.08

Hjásvæfan er brjóstamaður, það fer ekkert á milli mála. Um daginn var hann að munda handryksuguna (yndið sem hann er) og þóttist fitusjúga á mér magann með henni, sem okkur fannst báðum alveg æðislega sniðugt. Því næst fór hann eitthvað að ryksuga á mér bringuna svo að ég sagði "hvah, ertu að fitusjúga á mér brjóstin líka?". Þá slökkti hann á handryksugunni, horfði á mig grafalvarlegur og sagði svo: "Þetta fannst mér ekki fyndið" (og var þungbrýndur mjög).

(Það má kannski geta þess að hann var að ryksuga kexmylsnu af bringunni af mér þar sem ég lá afvelta fyrir framan sjónvarpið. Ég var sko samt í peysu.)