Harmsögur ævi minnar

28.2.08

Arg... í dag er einn af þessum dögum.

Hjásvæfan með gubbupest og ég með beinverki og slappleika. Ég var að reyna að klóra saman í máltíð handa mér áðan og missti
rjómaostsdollu á gólfið og niðursuðudós ofan á. Það kom náttúrulega gat á ostinn og allt út um allt. Svo tókst mér að velta kaffibrúsa um koll (sem var nú sem betur fer fullur af vatni) og allt gólfið á floti. Brenndi mig á pönnunni. Rak mig í brauðristina og stillingatakkinn datt af henni. Og af því að við erum bæði slöpp nennir enginn að vaska upp og það er allt á rúi og stúi.

Jesús, María og Jósef sko... sem betur fer er að koma helgi. En eins og mér líður núna er ég viss um að ég verði lasin og í rúminu báða dagana.