Jeminn eini, fórum í skvass áðan. Það rifjaðist upp fyrir mér í bílnum á leiðinni heim að alltaf þegar ég hreyfi mig verð ég ógeðslega rauð í framan. Og ég meina ekki hraustlega rjóð í kinnum heldur guð-minn-góður-hringið-á-sjúkrabíl-rauð. Þegar ég var í handbolta fyrir mörgum árum síðan var tekin svarthvít mynd af okkur eftir æfingu sem svo fór í einhvern félagssnepil. Á myndinni er hausinn á mér svartur hringur. Núna þegar ég hugsa um þetta finnst mér soldið eins og ég hafi verið svikin um mínar 15 mínútur. Spurning um að senda eins og eina passamynd upp í Kaplakrika og sjá hvort þeir nenni að laga þetta.
<< Home