Jeminn eini, fórum í skvass áðan. Það rifjaðist upp fyrir mér í bílnum á leiðinni heim að alltaf þegar ég hreyfi mig verð ég ógeðslega rauð í framan. Og ég meina ekki hraustlega rjóð í kinnum heldur guð-minn-góður-hringið-á-sjúkrabíl-rauð. Þegar ég var í handbolta fyrir mörgum árum síðan var tekin svarthvít mynd af okkur eftir æfingu sem svo fór í einhvern félagssnepil. Á myndinni er hausinn á mér svartur hringur. Núna þegar ég hugsa um þetta finnst mér soldið eins og ég hafi verið svikin um mínar 15 mínútur. Spurning um að senda eins og eina passamynd upp í Kaplakrika og sjá hvort þeir nenni að laga þetta.
25.2.08
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Geeeisp... búin að fá mér ristað brauð og kakó og ...
- Undur og stórmerki gerðust í gær þegar ég og hjásv...
- Það er allt í einu orðið hlýtt sem er gaman. Mig l...
- Ég er búin að uppgötva póker á feisbúkk. Núna spil...
- Hjásvæfan er brjóstamaður, það fer ekkert á milli ...
- Gaavööð minn góður! Ég var að þvo mér um hendurnar...
- Við ætluðum svei mér þá að kíkja á e-ð vetrarhátíð...
- Bolla bolla bolla. Við vorum að enda við að sporðr...
- Æi þessi kærasti er alltaf að vinna þessa dagana. ...
- Þetta verður viðburðaríkt ár... mig langar gríðarl...

<< Home