Ég sofnaði aftur eftir morgunmat í morgun og dreymdi að ég hefði fengið glæný sílikon-bökunarform í gjöf... fyrir möffins og allt. Mig dreymdi líka að ég ætti glænýjan hárbursta. Ekkert smá svekkjandi þegar ég vaknaði og átti bara ekkert nýtt dót.
Fékk frænkur og fylgihluti í smá rauðvínssötr í gærkvöldi. Það var æði. Fridz frænka er flutt á klakann eftir langa dvöl í kóngsins Köben. Sem er gaman en slæmt að því leyti að við höfum slæm áhrif hvor á aðra og tekst alltaf að gera eitthvað asnalegt. Í nótt gerðum við t.d. snjóengla fáklæddar fyrir utan blokkina mína. Það var Færeyingur með okkur en hann skemmti sér nú ágætlega. Þó er það nú ekkert sérstaklega gáfulegt (svona eftir á að hyggja) að liggja í snjónum um miðja nótt þegar maður er hálflasinn. Og ekki í öllum fötunum sínum. En ég er nú ennþá á lífi... bara með smá hósta.
<< Home