Harmsögur ævi minnar

8.3.08

Hjásvæfan skellti sér á dansiball með Glókolli frænda. Ég hefði alveg viljað fara með en tek ekki neina sénsa með þessa pest, núna fyrst ég er looooksins komin á lappir. Ég er komin með verki í mjaðmagrindina og legusár af allri þessari rúmlegu þannig að ég held að það sé best að taka því rólega fyrst um sinn til að leggjast ekki aftur. Það er svo hryllilega leiðinlegt að vera veikur.

Nú, manni leiðist svosem ekkert einum heima... reyndar ágætt að hafa holuna fyrir sjálfan sig endrum og eins. Ég er búin að fá mér rauðvín, baka speltbrauð, flokka og raða stafrænum myndum og ýmislegt smálegt. Stúdentablokkin er auðvitað undirlögð af partýum þannig að maður heyrir allskonar tónlist í kaupbæti. Gaman að því... enda trufla veislulæti mig nákvæmlega ekki neitt - svo lengi sem við erum ekki að tala um standandi partý í marga sólarhringa. Fólk verður nú að fá að skemmta sér (og hafðu það, þú þarna sem bjóst einu sinni við hliðina á mér og varst alltaf að hringja á lögguna! Piff...).