Harmsögur ævi minnar

12.3.08

Aftur um lögguna... alltaf verið að væla um peningaleysi á þeim bænum. Efast reyndar ekkert um að lögreglan sé fjársvelt eins og margar aðrar stofnanir. Þó hefði sjálfsagt mátt spara nokkra aura þegar ráðist var inn í stúdentagarðana á Bifröst með víkingasveit, fíkniefnahundum, öllu tiltæku lögregluliði og tollvörðum. Gott ef Grissom var ekki þarna líka. En þeir fundu þó 0,3 g af fíkniefnum þannig að þetta var nú ekki algjört fokkopp. Eða þannig.

Fyrir mörgum árum var mér, þáverandi unnusta, frænda og kærustu hans hent upp í löggubíl niðri í bæ. Þar fengum við langan fyrirlestur um að það væri bannað að tína blómin sem eru gróðursett niðri í miðbæ. Ég er alveg sammála; bölvað unglingarugl... en þetta voru 7 lögregluþjónar að röfla í hálftíma. Ég er viss um að það hefði verið hægt að finna bankaræningja á þeim tíma.

Ég held að löggan þurfi bara aðeins að forgangsraða.