Harmsögur ævi minnar

11.3.08

Ég er yfir mig ánægð með þetta átak hjá lögreglunni að stoppa bíla fyrir að gefa ekki stefnuljós. Ég þoli fátt verr en fólk sem gefur ekki stefnuljós. Ef ég fengi að ráða mætti löggan rífa þessi fífl út úr bílnum og gefa samstundis 15 vandarhögg á beran bossann fyrir framan alla. Það myndi kenna þeim.
---
Svo verð ég nú aaaaðeins að hérna... ef ég er eitthvað að misskilja. Þessi tískudúddi þarna í Innlit/Útlit... er hann ekki búinn að vera með sömu klippinguna og sömu gleraugun í svona 20 ár? Mér finnst það nú ekki mjög tískulegt.
---
Mikil unun er það að fylgjast með rifrildinu á milli Bubba, Bigga í Maus og Dóra DNA. Bara mjööög fyndið sko.