Harmsögur ævi minnar

10.3.08

Þetta var aldeilis hressandi helgi... átti góða og skemmtilega nótt með sérlega krúttlegu fólki. Ég fór líka á útsölu hjá 66°N og keypti slatta af útivistardóti, en ég er nú ekki með samviskubit yfir því þar sem ég var að dunda mér við skattframtalið og fæ hvorki meira né minna en 136.- krónur endurgreiddar í ágúst. 136.-, segi það og skrifa! Herregud.