Harmsögur ævi minnar

9.4.08

Ég efast ekki um að Skólahreysti sé ofsalega skemmtilegt fyrirbæri fyrir keppendurna og bara grunnskólakrakka almennt. En sá sem hélt að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni hefur verið að reykja eitthvað sterkara en Camel.
---
Við hjássi fórum í ræktina áðan. Hann þurfti svo að horfa á fótbolta á bar svo ég fór heim og ætlaði að elda. Mig langaði bara ekkert, ekkert, ekki neitt í soðinn fisk og soðnar kartöflur svo ég grillaði mér djúsí margra hæða samloku með osti, skinku, sósum og allskonar og tveimur spældum eggjum ofaná. Núna er ég með nagandi samviskubit og þorskurinn liggur bara þarna og glápir á mig með ásakandi augnaráði.

Ætli það séu örlög mín að éta mig til dauða?