Harmsögur ævi minnar

5.5.08

Mikið er lífið óréttlátt. Rauðvín er eitt það besta sem ég fæ en ég get ekki drukkið það án þess að tennurnar í mér verði kolsvartar og viðbóðslegar. Eftir eitt glas í útskriftarveislu frænku minnar í gær leit ég út eins og ég hefði verið í berjamó allan daginn. Eftir fimm glös leit ég út eins og skrattinn sjálfur hefði kúkað framan í mig. Við slíkar aðstæður er algjörlega ómögulegt að eiga í eðlilegum samræðum við fólk þar sem þær snúast bara um það að tennurnar á mér séu svartar. Gaman gaman. Ég verð bara að fara að ganga með tannbursta á mér.