Harmsögur ævi minnar

13.5.08

Jæja þá er maður búinn að losa sig við alla óhollustu: út með mjólkurvörur, slæm kolvetni og sykur - inn með gufusoðið grænmeti og þurrar kjúklingabringur. Nei nei, þetta er auðvitað haugalygi. Hins vegar fékk ég mér kók light í staðinn fyrir venjulegt. Ég veit samt ekki hvort það er betra að drepast úr aspartam-krabbameini en kransæðastíflu.