Í dag er mánudagur og sem betur fer frídagur því ég er rétt að ná mér eftir gærdaginn. Ég gerði semsagt heiðarlega tilraun til að éta mig til ólífis, og er ég þá kannski ekki að tala um magn heldur frekar (ó)gæði draslsins sem ég setti ofan í mig. Það var eitthvað á þessa leið: pítsa, snickers, brauðstangir, kaka, pulsur. Enda hneig ég niður í sófann algerlega orkulaus eftir kvöldmat og svaf í marga tíma. Viðbjóður viðbjóður. Nú er ég búin að taka fram heilsubókina og henda bjórnum og vodkanum úr grænmetisskúffunni í ísskápnum. Þetta gengur ekki.
Annars er það helst í fréttum að ég fjárfesti í bókinni um Dísu Ljósálf um daginn. Hún var alveg jafn hryllileg og mig minnti en samt æði. Ég held að flestir sem lásu þessa bók sem börn hafi skaðast fyrir lífstíð. Hvers konar skítapakk klippir vængi af ljósálfi og rífur gullstjörnuna úr hárinu?! Þvílík illska!
<< Home